Um okkur
Rockay er danskt vörumerki sem er stofnað árið 2018. Rockay vinnur flest allar sínar vörur úr endurunnu plasti úr sjó. Rockay byrjaði á framleiðslu sokka þar sem markmiðið var að fyrirbyggja blöðru myndun á löngum hlaupum. Nýlega kom Rockay svo með sína eigin fatalínu þar sem fókusinn er á hlaupafatnað og casual íþróttafatnað.
CimAlp er franskt útivistarmerki frá 1963 - hannað og prófað í frönsku ölpunum. CimAlp notar eingöngu umhverfisvæn efni í alla sína framleiðslu og er með fatnað fyrir nánast alla þá útivist sem þú getur stundað í ölpunum. Við erum með gott vöruúrval fyrir utanvegahlauparann og erum stöðugt að prófa og taka inn nýjar vörur frá þeim.
Betra sport er sífellt að bæta vöruúrvalið og selur nú einnig vörur sem við kaupum af heildsölum hér á landi m.a Petzl, Black diamond, Devold og Fusion svo eitthvað sé nefnt.
Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og hver viðskiptavinur skiptir okkur máli. Við viljum gjarnan heyra frá ykkur um hvað við erum að gera vel og hvað má fara betur.