Um okkur

 

Betra sport er vefverslun og umboðssali fyrir  gæða íþrótta og heilsutækni vörur. 
Fyrirtækið er stofnað árið 2021 útfrá einskæðum áhuga á íþróttum og útivist og hvernig við getum hugað sem best að líkama og komið í veg fyrir meiðsli.

 

Við veljum merkin okkar vel með  umhverfisábyrgð og mikil gæði að leiðarljósi. 
Supacore vörurnar eru gæða heilsutækni vörur þar sem hugsað er út í öll smáatriðið við framleiðslu vörunnar. Þessar vörur fyrirbyggja meiðsli, flýta endurheimt og veita stoðkerfinu góðan stuðning. Supacore er með sérstaka vörulínu fyrir konur á og eftir meðgöngu.

 

Rockay er danskt vörumerki sem er stofnað árið 2018. Rockay vinnur flest allar sínar vörur úr endurunnu plasti úr sjó. Rockay byrjaði á framleiðslu sokka þar sem markmiðið var að fyrirbyggja blöðru myndun á löngum hlaupum. Nýlega kom Rockay svo með sína eigin fatalínu þar sem fókusinn er á hlaupafatnað og casual íþróttafatnað.

CimAlp er franskt útivistarmerki frá 1963 - hannað og prófað í frönsku ölpunum. CimAlp notar eingöngu umhverfisvæn efni í alla sína framleiðslu og er með fatnað fyrir nánast alla þá útivist sem þú getur stundað í ölpunum. Við erum með gott vöruúrval fyrir utanvegahlauparann og erum stöðugt að prófa og taka inn nýjar vörur frá þeim. 

Betra sport selur einnig vörur sem við kaupum af heildsölum hér á landi m.a Petzl,Black diamond, Devold og Fusion svo eitthvað sé nefnt. 

Við bjóðum upp á persónulega þjónustu og viljum gjarnan heyra frá ykkur um hvað við erum að gera vel og hvað má fara betur.